Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:47 Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun