Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Sir Jim Ratcliffe þekkti ekki Katie Zelem þegar hann ræddi við hana á æfingasvæði félagsins. Hún er ekki lengur leikmaður félagsins. Charlotte Tattersall/Getty Images Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Ratcliffe hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur ákveðið að besta leið Man Utd til að spara pening sé að segja upp fólki sem fær hvað minnst borgað. Þá hefur verið skorið niður á ótrúlegustu stöðum, meðal annars hjá góðgerðarsamtökum félagsins. Á sama tíma spreðar félagið milljónum er kemur að því að losa og ráða nýjan þjálfara. Að ógleymdum Dan Ashworth. Nú er Ratcliffe enn á ný í fréttum þó um gömul ummæli sé að ræða. Í ítarlegri grein The Telegraph um fyrsta ár hans sem minnihlutaeiganda var heimsókn hans á Carrington-æfingasvæðið nefnd. Þar hitti Ratcliffe hina ýmsu starfs- og leikmenn félagsins. Á hann að hafa spurt Katie Zelem, þáverandi fyrirliða félagsins, hreinlega hvert starf hennar hjá félaginu væri. Zelem, sem á að baki 12 landsleiki fyrir England, hafði verið hjá félaginu frá átta ára aldri og bar fyrirliðabandið þegar kvennaliðið lyfti enska bikarnum síðasta vor. Um var að ræða fyrsta bikartitil í sögu kvennaliðsins. INSIDE Ratcliffe’s brutal 1st year at #MUFC🔴 Counting screws, sending back sellotape & smaller food portions ⚫️ “Culture of fear”⚪️ Shock call to Kath Phipps’ next of kin🔴 Not recognising Katie Zelem⚫️ “Spy” in camp⚪️ Fears of another 175 job cutshttps://t.co/ErjrIZtm2k— James Ducker (@TelegraphDucker) February 20, 2025 Það kemur ef til vill ekki á óvart að Zelem hafi ákveðið að semja við Angel City í Bandaríkjunum síðasta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira