Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Árni Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2025 19:34 Martin Hermannsson var frábær í kvöld og leit jákvæðum augum á framhaldið. Getty / Esra Bilgin Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur. Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti