Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:01 Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Getty/Burak Akbulut Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira