Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:01 Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Getty/Burak Akbulut Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira
Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira