Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 11:26 Margir nefndu kaffi og hlynsýróp meðal þeirra vara sem þeir sögðust ætla að magnkaupa. Getty Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times. Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent