„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 18:46 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. „Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink Haukar Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira
„Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink
Haukar Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira