„Við vorum yfirspenntar“ Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 18:30 Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í marki Vals í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum. Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira