Fótbolti

Ó­trú­legir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pablo nær að skora úr þessari stöðu sem er magnað.
Pablo nær að skora úr þessari stöðu sem er magnað.

Knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed sýndi lygileg tilþrif á æfingu Víkings í Aþenu fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos í síðustu viku.

Víkingur tapaði leiknum í Sambandsdeildinni 2-0 og er úr leik. En myndband á X-síðu Víkinga hefur vakið verðskulda athygli.

Þar má sjá Pablo standa fyrir aftan fótboltamark, lyfta boltanum upp með ákveðnum snúningi þar til knötturinn rennur inn í markið. Ekki margir sem ráða við svona tækni eins og sjá má hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×