Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 13:52 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að bæta við nafninu Aftur. Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna. Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna.
Mannanöfn Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira