Lífið

Öllu tjaldað til í sjö ára af­mæli Chicago

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kardashian-systur eru þekktar fyrir að fara alla leið þegar kemur að skreytingum og veisluhöldum.
Kardashian-systur eru þekktar fyrir að fara alla leið þegar kemur að skreytingum og veisluhöldum. Instagram/Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram.

Chicago litla klæddist hvítu kúrekadressi með hatt og var með hárið í fléttum. Á bakinu á skyrtunni hennar var nafn hennar ritað með glitrandi steinum.

Kim sjálf var í svartri leðurskyrtu og leðurköplum með kögri yfir bláar gallabuxur og fullkomnaði lúkkið með svörtum kúrekahatti og áberandi belti.

Bleikur og hvítur voru áberandi í skreytingunum og fékk Chicago glæsilega afmælistertu sem var stærðarinnar kúrekastígvél úr sykurmassa, skreytt með tölustafnum sjö.

Instagram/Kim Kardashian

Kardashian-systur eru þekktar fyr­ir að fara alla leið þegar kem­ur að veisluhöldum líkt og sjá má í færslunni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Baulað á Kim Kar­dashian þegar Brady var grillaður

Áhorfendur bauluðu á áhrifavaldinn og athafnakonuna Kim Kardashian þegar hún tók þátt í að grilla NFL-stjörnuna Tom Brady í gær. Brandari hennar um hæð grínistans Kevin Hart féll í grýttan jarðveg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.