Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 07:32 Imogen Simmonds er fædd í Hong Kong en keppir fyrir Sviss. Hún er í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Svissneska þríþrautarkonan Imogen Simmonds féll á lyfjaprófi á dögunum en kennir karli sínum um það hvernig fór. Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds) Þríþraut Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds)
Þríþraut Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira