GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 10:01 Pavel Ermolinskij bíður spenntur eftir því að sjá Álftanes og Tindastól í kvöld, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum