Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 20:02 Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna og Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík ræddu áherslur nýs meirihluta í borginni í Pallborðinu í dag. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í minnihluta búast við fjörugum umræðum í borgarstjórn á næstu mánuðum. Vísir Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér: Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér:
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira