Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 19:26 Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð Arion banka um samrunaviðræður bankanna tveggja. Samsett Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði. Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði.
Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira