Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 07:47 Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið. Flokkurinn er í brekku og ég sem landsfundarfulltrúi og almennur flokksmaður er mjög í mun að landsfundurinn velji þann frambjóðenda sem mun takast að styrkja og stækka flokkinn og fá flokksmenn til að sameinast um eina sýn. Í seinni tíð höfum við séð togstreitu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem fylkingar hafa tekist á. Sjálfur tel ég mig ekki vera bundin neinum fylkingum, þó ég hafi ætíð stutt Bjarna Benediktsson allt frá því hann var kosin formaður enda yfirburða stjórnmálamaður. Eru honum þökkuð góð störf í þá flokksins lands og þjóðar. Guðrún Hafsteinsdóttur er leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins og með sína krafta og reynslu mun henni takast að sameina mismunandi hópa sem aðhyllast stefnu flokksins og grunngildi hans. Reynsla og þátttaka Guðrúnar úr atvinnulífinu og ýmsum stjórnum þess og lífeyrissjóða er forystu Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg og dýrmæt og þar með þjóðinni allri. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til þess að kjósa sér formann með reynslu úr atvinnulífinu, því lítil verður velmegunin nema atvinnulífið fái að njóta frelsis á skynsamlegan hátt, blómstra og dafna um land allt. Þess vegna þarf flokkurinn formann sem skilur hversu grafalvarlegt það er að rödd atvinnulífsins á sín lítils orðið á hinu háa Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er einum flokka treystandi til að snúa þessu við og þar er Guðrún á heimavelli. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil enda okkur veitt umboð í nafni fulltrúalýðræðis. Sá háttur á að allir flokksmenn geti ekki valið sér æðstu forystu flokksins er tímaskekkja nú á tímum rafrænna samskipta. Ég vona því að þetta verði síðasta formannskjör, þar sem kosið verður með þessum hætti. Okkur landsfundarfulltrúum ber skylda til þess að hlusta á almenning og þá sem ekki eiga kost á að mæta til fundar. Skoðanakannanir sem og aðrar kannanir hafa sýnt fram á að framboð Guðrúnar nýtur velvildar og yfirburðar í stuðningi á landsvísu og fólk telur hana betur til þess fallna að byggja flokkinn upp í átt að fyrri styrk. Okkur ber að hlusta á þessar raddir ætlum við okkur að komast aftur í fremstu línu íslenskra stjórnmála. Engum er hollt að vera í eigin bermálshelli og hlusta ekkert út fyrir hann. Hvet ég því alla landsfundarfulltrúa sem ekki hafa ákveðið val sitt á næsta formanni Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, flokknum landi og þjóð til heilla. Hittumst með sól í sinni á landsfundinum um komandi helgi. Höfundur er bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun