Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2025 14:18 John Obi Mikel vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea 2012. ap/Kirsty Wigglesworth Ummæli Jamies Carragher um Afríkukeppnina hafa mælst misvel fyrir. Meðal þeirra sem eru ósáttir við þau er Nígeríumaðurinn John Obi Mikel sem lék lengi með Chelsea. Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira