Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 13:17 Guðrún Hafsteinsdóttir er hún flutti framboðsræðu sína á landsfundinum í gær. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent