Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. mars 2025 11:58 Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira