Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar