Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar