Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 10:33 Stefan Kraft hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann heilsar upp á kött nágrannans aftur. Kötturinn á myndinni er ekki sá sem beit Kraft. Samsett/Getty Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs. Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira