Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 13:23 Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu sem fyrst vegna öra breytinga á alþjóðakrefinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“ Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07