Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa 4. mars 2025 07:03 Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar