Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 12:45 Paulo Fonseca fór með enni sitt í enni dómarans Benoit Millot og hellti sér yfir hann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina. Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna. Franski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna.
Franski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira