„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 21:21 Óskar hefur starfað sem veitingamaður síðan 1990. Krabbameinsfélagið. Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni. Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“ Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira