Fótbolti

Hákon fyrsti Ís­lendingurinn í næstum því á­tján ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Lille á móti Borussia Dortmund.
Hákon Arnar Haraldsson var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Lille á móti Borussia Dortmund. Getty/Julian Finney

Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Með því að skora þetta mark í útsláttarkeppninni þá endaði Hákon næstum því átján ára bið eftir íslensku marki á þessu stigi í Meistaradeildinni.

Aðeins einn íslenskur leikmaður hafði náð að skora í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar fyrir leikinn í gær.

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þrjú af sjö mörkum sínum í Meistaradeildinni í útsláttarkeppninni.

Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á í sextán liða úrslitum á móti Liverpool á Anfield 6. mars 2007. Eiður var þá leikmaður Barcelona.

Eiður skoraði einnig fyrir Chelsea á móti Barcelona í sextán liða úrslitunum 2005 sem og fyrir Chelsea á móti Arsenal í átta liða úrslitunum 2004.

Öll fjögur mörk Íslendinga í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hafa komið í byrjun marsmánaðar.

 Eiður Smári Guðjohnsen skorar fyirr Barcelona á móti Liverpool á Anfield í mars 2007. Enginn Íslendingur hafði skorað mark í útsláttarkeppni Meistaradeildairnnar síðan þá þar til að Hákon skoraði í gær.Getty/Laurence Griffiths
  • Mörk Íslendinga í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar:
  • 24. mars 2004 á Stamford Bridge
  • Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Chelsea á móti Arsenal í átta liða úrslitum
  • 8. mars 2005 á Stamford Bridge
  • Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Chelsea á móti Barcelona í sextán liða úrslitum
  • 7. mars 2007 á Anfield
  • Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Barcelona á móti Liverpool í sextán liða úrslitum
  • 4. mars 2025 á Westfalenstadion
  • Hákon Arnar Haraldsson fyrir Lille á móti Dortmund í sextán liða úrslitum

Tengdar fréttir

Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér

Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×