Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands Ársæll Már Arnarsson skrifar 7. mars 2025 10:48 Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar