Nýir eigendur endurreisa Snúruna Árni Sæberg skrifar 5. mars 2025 10:56 Rakel Hlín, stofnandi Snúrunnar, og Birgitta Ósk, nýr verslunarstjóri og annar eigandi Snúrunnar. Snúran Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“ Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að stofnendur verlsunarinnar og húsgagnaverslunin Bústoð hafa komist að samkomulagi um kaup Bústoðar á rekstri Snúrunnar og muni helstu vörumerki Snúrunnar halda áfram þegar Snúran opnar aftur, svo sem Design by Us, ByOn, Blomus, Jakobsdal, Dottir Nordic Design, Aida og DAY. Greint var frá því í nóvember að Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, hefði ákveðið að láta gott heita af rekstri verslunarinnar eftir tíu ára rekstur. Rakel verður nýjum eigendum innan handar Í tilkynningu segir að Rakel verði nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði til að gæta þess að sérkenni Snúrunnar haldi sér. Fyrirhugað sé að opna netverslun Snúrunnar og verslun að Miðhrauni 24 í Garðabænum í enda mars. „Við erum að stefna á að opna Snúruna í Garðabænum í lok mars. Fram að því munum við fá inn úrval af nýjum vörum frá birgjum Snúrunnar, en við tókum engar eldri vörur, heldur pöntum allt nýtt inn. Eins mun heimasíða Snúrunnar opna á sama tíma með mjög miklu vöruúrvali, bæði í gjafavöru og húsgögnum,“ er haft eftir Birgittu Ósk Helgadóttir, nýjum verslunarstjóra Snúrunnar. Hún, ásamt Björgvini Árnasyni, eigi og reki húsgagnaverslunina Bústoð. Þau búi samanlagt yfir þrjátíu ára reynslu af verslunarrekstri. Í kjölfar opnunar í Garðabænum sé stefnt að því að opna Snúruna í Reykjanesbæ með vorinu. Það séu því bjartir tímar framundan hjá Snúrunni. Muni lifa góðu lífi Haft er eftir Rakel Hlín að hún sé gríðarlega ánægð með þessar málalyktir. Þó að fyrirtækið sé komið í nýjar hendur muni hún áfram aðeins skipta sér af og vera til ráðgjafar um pantanir og annað slíkt. „Ég verð hins vegar að segja að eftir að hafa kynnst Birgittu í gegnum þetta ferli og meðal annars farið með henni á sýningu í París, hef ég trú á því að Snúran muni ekki bara lifa, heldur lifa góðu lífi hjá nýjum eiganda. Þess vegna líður mér svona vel með þessa niðurstöðu.“
Verslun Garðabær Tíska og hönnun Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira