Eyi játaði að hafa beitt leikmenn sína ofbeldi og nauðgað þeim eftir að the Guardian greindi frá brotum hans 2021.
FIFA setti Eyi í kjölfarið í bann og óháð siðanefnd hóf rannsókn á brotum hans. Í gær var svo staðfest að hann hefði verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann þurfti einnig að greiða 878 þúsund punda sekt, sem samsvarar 155 milljónum íslenskra króna.
„Rannsóknin á herra Eyi hafði með kvartanir að minnsta kosti fjögurra leikmanna sem ásökuðu hann um kynferðislega misnotkun á milli 2006 og 2021. Mest af atvikunum voru þegar leikmennirnir voru börn,“ sagði í yfirlýsingu FIFA.
Rannsókn á forseta gabonska knattspyrnusambandsins, Pierre-Alain Mounguengui, stendur enn yfir en hann er sakaður um að hafa ekki greint frá brotum Eyis og annarra þjálfara.