Til stóð að blása til hátíðlegrar móttöku fyrir skipið, sem leysir hafrannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson HF 30 af hólmi, á föstudag. Skipið var sjósett í Vigo á Spáni þann 12. janúar í fyrra og til stóð að skipinu yrði siglt til landsins og það afhent Hafrannsóknastofnun í október sama ár.
Sú afhending frestaðist en skipið er nú á leið til landsins. Í boði matvælaráðuneytisins til fjölmiðla segir eftir að hafa beðið í vari við Færeyjar hafi þurft að snúa skipinu við á heimsiglingu til að koma einum áhafnarmeðlima undir læknishendur vegna handleggsbrots.
Heimkoma skipsins muni frestast af þessum sökum og móttökuathöfnin verði því haldin næstkomandi miðvikudag í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.