Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 12:40 Söngelsku bræðurnir í VÆB hafa slegið í gegn og krakkarnir keppast við að líkjast þeim á öskudaginn. Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu. Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“ Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“
Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira