Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar 5. mars 2025 15:30 Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar