Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 21:20 Anna Kristín skilur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Andlát Leikhús Menning Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir.
Andlát Leikhús Menning Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira