„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:02 Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld. Getty/Rico Brouwer Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira