Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. mars 2025 19:23 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bjarni/Einar Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06