Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. mars 2025 19:23 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bjarni/Einar Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06