Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. mars 2025 20:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað Evrópuríkjunum með háum tollum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins. Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tveimur sólarhringum eftir að Trump lagði háa tolla á samstarfsríkin sín tilkynnti hann, eftir símtal við Claudia Shenbaum, forseta Mexíkó, að tollgjöldum á vörur frá Mexíkó sem falla undir USMCA samninginn yrði frestað. USMCA viðskiptasamningurinn er á milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Klukkustundum síðar tilkynnti Trump að tollgjöldum á vörur frá Kanada yrði einnig frestað þar til í apríl. Í þessa tvo sólarhringa sem tollgjöldin voru í gildi 25 prósent tollur á allar vörur frá Mexíkó og Kanada ásamt 10 prósenta tolli á orku frá Kanada. Einnig setti hann tuttugu prósenta tollgjöld á vörur frá Kína sem er enn í gildi samkvæmt umfjöllun The Guardian. Ráðamenn í löndunum brugðust ekki vel við. Stjórnvöld í Kína sögðust meðal annars ætla „berjast til hins síðasta.“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó sagði vandamálin ekki leyst með tollum heldur með samtali. Þá kallaði Justin Trudeau tollgjöldin heimskuleg. „Það er ekki minn vani að vera sammála The Wall Street Journal. En Donald, þau benda á að jafnvel þótt að þú sért mjög klár maður er þetta mjög heimskulegur hlutur til að gera,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi á þriðjudag sem CNN fjallaði um. Kínverjar gripu strax til gagnaðgerða og var fimmtán eða tíu prósenta tollur lagður á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Trudeau sagði þá einnig að Kanada myndi bregðast við með 25 prósent tollum á fjölda vara. Tollgjöld yrðu sett á enn fleiri vörur ef að tollarnir væru enn í gildi eftir 21 dag. Hlutabréfavísitölur um allan heim fundu fyrir áhrifum ákvörðunar Trumps og Ísland þar með talið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæp fjögur prósent á þriðjudag. Trump hefur áður tilkynnt að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins.
Skattar og tollar Bandaríkin Kanada Mexíkó Kína Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira