„Ég get alltaf stólað á Collin“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 21:59 Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fagnar sætum sigri í leikslok. Í bakgrunni má sjá Collin Pryor, sem skoraði sigurkörfu kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik