Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 09:32 Sandra Erlingsdóttir fékk þakkarkveðju á samfélagsmiðlum Metzingen í gær. Metzingen Sandra Erlingsdóttir gæti verið á heimleið til Íslands í sumar nú þegar ljóst er að hún yfirgefur þýska handknattleiksfélagið Metzingen eftir tímabilið. Metzingen greinir frá því á miðlum sínum að Sandra muni kveðja í sumar, eftir þrjár leiktíðir hjá félaginu síðan hún kom frá Álaborg. Á þessum tíma eignaðist hún, ásamt handboltamanninum Daníel Þór Ingasyni, sitt fyrsta barn en sneri aftur á handboltavöllinn aðeins þremur mánuðum síðar, í september í fyrra. „Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir Söndru vegna þess hvernig hún sneri aftur eftir sína meðgöngu,“ sagði Miriam Hirsch, þjálfari Metzingen. Sandra var valin handknattleikskona ársins á Íslandi 2022 og 2023 en missti svo af stórum hluta síðasta árs vegna meðgöngunnar, eftir að hafa komist að því að hún væri ólétt rétt fyrir HM í lok árs 2023. „Hún er afskaplega fjörugur leikmaður sem hefur verið að bæta frammistöðu sína að nýju síðustu vikur. Ég skil hins vegar að aðstæður hennar séu ekki auðveldar fyrir hana,“ sagði Hirsch og óskaði Söndru og Verenu Osswald, sem einnig kveður í sumar, alls hins besta í framtíðinni. Þarna færu tvær afar góðhjartaðar manneskjur sem sárt yrði saknað. „Eftir þrjú ógleymanleg ár með TUSSIES er kominn tími til þess að ég prófi nýja hluti. Þetta var frábær og einstakur tími fyrir mig, því hérna eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum í Metzingen,“ sagði Sandra. Óvíst er hvað tekur við hjá Söndru en samkvæmt handbolta.is gæti verið að þau Daníel snúi heim til Íslands og hafa þau verið orðuð við bæði Val og ÍBV. Þýski handboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Metzingen greinir frá því á miðlum sínum að Sandra muni kveðja í sumar, eftir þrjár leiktíðir hjá félaginu síðan hún kom frá Álaborg. Á þessum tíma eignaðist hún, ásamt handboltamanninum Daníel Þór Ingasyni, sitt fyrsta barn en sneri aftur á handboltavöllinn aðeins þremur mánuðum síðar, í september í fyrra. „Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir Söndru vegna þess hvernig hún sneri aftur eftir sína meðgöngu,“ sagði Miriam Hirsch, þjálfari Metzingen. Sandra var valin handknattleikskona ársins á Íslandi 2022 og 2023 en missti svo af stórum hluta síðasta árs vegna meðgöngunnar, eftir að hafa komist að því að hún væri ólétt rétt fyrir HM í lok árs 2023. „Hún er afskaplega fjörugur leikmaður sem hefur verið að bæta frammistöðu sína að nýju síðustu vikur. Ég skil hins vegar að aðstæður hennar séu ekki auðveldar fyrir hana,“ sagði Hirsch og óskaði Söndru og Verenu Osswald, sem einnig kveður í sumar, alls hins besta í framtíðinni. Þarna færu tvær afar góðhjartaðar manneskjur sem sárt yrði saknað. „Eftir þrjú ógleymanleg ár með TUSSIES er kominn tími til þess að ég prófi nýja hluti. Þetta var frábær og einstakur tími fyrir mig, því hérna eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum í Metzingen,“ sagði Sandra. Óvíst er hvað tekur við hjá Söndru en samkvæmt handbolta.is gæti verið að þau Daníel snúi heim til Íslands og hafa þau verið orðuð við bæði Val og ÍBV.
Þýski handboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira