Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar 7. mars 2025 12:46 Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar