Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 14:31 Jöfnunarmarki dagsins fagnað. Getty/Carl Recine Topplið Liverpool lagði botnlið Southampton 3-1 þökk sé tveimur vítaspyrnum frá Mohamed Salah og óvæntu marki frá Darwin Núñez. Liverpool gat vart fengið betri mótherja eftir erfiðan leik í París í miðri viku sem vannst þó. Það var sem leikmenn toppliðsins væru þreyttir eftir átök vikunnar en staðan var markalaus þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var liðinn. Í uppbótartíma kom William Smallbone gestunum svo gríðarlega óvænt og staðan 0-1 í hálfleik. Arne Slot gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og virtist það gefa heimamönnum aukna orku. Núñez jafnaði metin eftir undirbúning Luis Díaz á 51. mínútu. Aðeins mínútur síðar fékk heimaliðið vítaspyrnu sem Salah skoraði af öryggi úr. Þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Liverpool aðra vítaspyrnu dagsins. Aftur skoraði Salah af öryggi og 3-1 lokatölur á Anfield. Að loknum 29 leikjum er Liverpool með 70 stig, sextán stigum meira en Arsenal sem er í 2. sæti. Skytturnar eiga þó tvo leiki til góða. Dýrlingarnir eru sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins 9 stig að loknum 28 leikjum. Önnur úrslit Brighton & Hove Albion 2-1 Fulham Crystal Palace 1-0 Ipswich Town Enski boltinn Fótbolti
Topplið Liverpool lagði botnlið Southampton 3-1 þökk sé tveimur vítaspyrnum frá Mohamed Salah og óvæntu marki frá Darwin Núñez. Liverpool gat vart fengið betri mótherja eftir erfiðan leik í París í miðri viku sem vannst þó. Það var sem leikmenn toppliðsins væru þreyttir eftir átök vikunnar en staðan var markalaus þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var liðinn. Í uppbótartíma kom William Smallbone gestunum svo gríðarlega óvænt og staðan 0-1 í hálfleik. Arne Slot gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og virtist það gefa heimamönnum aukna orku. Núñez jafnaði metin eftir undirbúning Luis Díaz á 51. mínútu. Aðeins mínútur síðar fékk heimaliðið vítaspyrnu sem Salah skoraði af öryggi úr. Þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Liverpool aðra vítaspyrnu dagsins. Aftur skoraði Salah af öryggi og 3-1 lokatölur á Anfield. Að loknum 29 leikjum er Liverpool með 70 stig, sextán stigum meira en Arsenal sem er í 2. sæti. Skytturnar eiga þó tvo leiki til góða. Dýrlingarnir eru sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins 9 stig að loknum 28 leikjum. Önnur úrslit Brighton & Hove Albion 2-1 Fulham Crystal Palace 1-0 Ipswich Town