„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 17:45 Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska. Bjarni/Aðsend Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“ Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“
Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira