Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi komið vel fram á mælum hér á landi en að þó sé erfitt að staðsetja hann nákvæmlega eða fá nákvæma staðsetningu.
Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út en skjálftin virðist hafa átt upptök sín út í hafi á um tíu kílómetra dýpi, 36 kílómetra norð-norðaustur af þorpinu Olonkinbyen á Jan Mayen, þar sem um 20 hafast við á hverjum tíma.
Engar fregnir hafa borist af tjóni af völdum skjálftans.