Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar 11. mars 2025 07:33 Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar