Fótbolti

Kynnir fyrsta hópinn á mið­viku­dag

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnar Gunnlaugsson fór yfir víðan völl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson fór yfir víðan völl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands. vísir/Anton

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp í starfi á miðvikudaginn kemur.

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:15 á miðvikudaginn þar sem Arnar mun opinbera hópinn fyrir komandi umspilsleiki við Kósóvó í Þjóðadeild UEFA.

Arnar tók við starfinu í janúar og hefur eflaust legið yfir komandi vali og verður áhugavert að sjá hvort miklar breytingar verði á hópnum.

Umspilið snýr að sæti Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem vinnur einvígið spilar í B-deild í næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar en tapliðið fer í C-deild.

Fyrri leikurinn fer fram í Pristina í Kósóvó 20. mars en heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þremur dögum síðar.

Blaðamannafundurinn á miðvikudag verður sýndur beint á Vísi og leikirnir við Kósóvó verða í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×