Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 23:22 Steven Gerrard komst aldrei nær því að vinna titilinn en vorið 2014. Þá rann hann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á Anfield. Tapið kostaði Liverpool titilinn. Getty/Andrew Powell Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira