Fótbolti

Júlíus verður ekki bikar­meistari annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Júlíus Magnússon var fyrirliði bikarmeistara Fredrikstad í fyrra.
Júlíus Magnússon var fyrirliði bikarmeistara Fredrikstad í fyrra. NTB/Thomas Andersen

Júlíus Magnússon og félagar í Elfsborg eru úr leik í sænska bikarnum eftir naumt tap í framlengdum leik á móti Malmö í átta liða úrslitum kvöld.

Malmö er komið í undanúrslit eftir 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu í framlengingu. Isaac Kiese Thelin tók vítið, skoraði og tryggði sínu liði sigurinn.

Júlíus lék allan leikinn á miðju Elfsborg.

Júlíus kom til Elfsborg í vetur frá norska liðinu Fredrikstad. Júlíus var fyrirliði Fredrikstad og tók við bikarnum eftir sigur liðsins í norsku bikarkeppninni á síðustu leiktíð.

Í undanúrslitum sænska bikarsins mætast því Häcken og Norrköping annars vegar og Malmö og IFK Göteborg hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×