Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar 12. mars 2025 08:01 Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun