„Núna reynir auðvitað á Rússa“ Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. mars 2025 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. „Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna. Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30