„Núna reynir auðvitað á Rússa“ Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. mars 2025 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar. „Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna. Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Já þetta er gleðiefni, og það skiptir náttúrulega mjög miklu máli að þetta er ekki síst á forsendum Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Taka þurfi skref sem leiði til varanlegs og réttláts friðar í Úkraínu. „Bandaríkin hafa gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að halda áfram að styðja við Úkraínu og veita þeim aðgang að öllum gögnum og vopnum, en það skiptir líka máli að þetta er til þess að tryggja frelsi og frið í Úkraínu, tryggja öryggi Evrópu,“ segir Þorgerður. Rússar hafi getað stoppað hvenær sem er Þorgerður segir að nú sé boltinn hjá Rússum. „Núna reynir auðvitað á Rússa, að þeir raunverulega sýni þennan friðarvilja, boltinn er svolítið þar,“ segir hún. Hún segir að Rússar hafi alltaf getað stoppað stríðið með því að hætta og draga herlið sitt til baka. Núna verði þeir að sýna að það sé raunverulegur vilji til friðar og öryggis í álfunni. Þorgerður Katrín kynnti í ríkisstjórn í dag tillögu að mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Meðal aðgerða sem lagðar eru til er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun, en sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Jafnframt er lögð til uppsetning á samþættingarmiðstöð öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það yrði gert í samvinnu við ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og CERT-IS. Þar að auki yrði ráðist í kaup á búnaði til að nema og stöðva ólöglega dróna.
Öryggis- og varnarmál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Utanríkismál Tengdar fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30