Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 12:04 Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun