Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar